Hljóðvist

Stofnendur og eigendur Hljóðvist eru hljóðverkfræðingarnir Arnheiður Bjarnadóttir og Ragnar Viðarsson. Saman hafa þau mikla og breiða reynslu af hljóðvistarverkefnum.

Arnheiður Bjarnadóttir

Hljóðverkfræðingur MSc.

Arnheiður Bjarnadóttir lauk BSc. gráðu í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla íslands og tók í framhaldi af því MSc. gráðu í Hljóðverkfræði við Tækniháskólann í Lundi. Eftir nám hefur Arnheiður unnið í Svíþjóð, Noregi, Kanada og á Íslandi sem ráðgjafi og hljóðvistarhönnuður.

     

Ragnar Viðarsson

Hljóðverkfræðingur MSc.

Ragnar Viðarsson lauk BSc. gráðu í Rafmagnsverkfræði frá Chalmers university of technology í Gautaborg, Svíþjóð. Í kjölfarið lagði hann stund á Hljóðverkfræði  við sama skóla. Eftir nám hefur Ragnar unnið í Svíþjóð, Noregi og Íslandi sem ráðgjafi og hljóðvistarhönnuður.      

Elín María Halldórsdóttir

Markaðsmál og skrifstofa

Elín er lærður grafískur hönnuður með próf í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Jönköping í Svíþjóð. Hún sér um markaðssetningu Hljóðvistar og heimasíðuna.

     

Er slæm hljóðvist hjá þér?

Heyrirðu í nágrannanum læðast í ísskápinn á nóttunni? Þurfa allir starfsmennirnir heyrnatól til að ná einbeitingu? Er ekki hægt að tala saman í eldhúsinu þegar börnin horfa á sjónvarpið? 

Við getum hjálpað.