Þjónusta

Þjónusta Hljóðvistar nær yfir allar gerðir mannvirkja.

Íbúðahúsnæði

Hljóðvist á heimilinu getur skipt sköpum þegar kemur að vellíðan á eigin heimili. Heimilið er griðarstaður og slæm hljóðvist getur haft neikvæð áhrif á andlega líðan. Við getum hjálpað hvort sem er með hljóðvist í einbýlishúsum eða á milli íbúða í fjölbýli. 

Hér má sjá dæmi um verkefni þar sem við höfum unnið að hljóðvist í íbúðum og gistirýmum.

Opinberar byggingar

Tónlistarsalir, skólar, bókasöfn, sjúkrahús. Listinn yfir opinberar byggingar er langur og það er sama hvar drepið er niður, hljóðvistin er alltaf mikilvæg. Hvort sem henni er ætlað að bera hljóðið eins og í tónlistarsal, eða hemja það eins og á bókasafni. 

Hér má sjá dæmi um verkefni þar sem við höfum unnið að hljóðvist í opinberum byggingum.

Umhverfi

Hljóð sem berst úr umhverfi okkar er ekki endilega neikvætt. Stundum viljum við heyra niðinn frá ánni, fuglasönginn og önnur notaleg hljóð sem minna okkur á lífið fyrir utan skrifstofuna. En stundum eru þau óvelkomin. Þá getum við hjálpað. 

Hér má sjá dæmi um verkefni þar sem við höfum unnið að hljóðvist í umhverfi.

Skrifstofuhúsnæði & atvinnuhúsnæði

Í dag eru skrifstofur og önnur atvinnurými í auknum mæli stór opin rými án afdreps fyrir viðkvæm samtöl eða einbeitingu. Þegar margir einstaklingar vinna í sama rýminu er mikilvægi þess að hefta ferðalag hljóðsins óheyrilegt. Við höfum margra ára reynslu af hönnun rýma með tilliti til góðrar hljóðvistar sem eykur líkur á vellíðan starfsfólks og afkasta í vinnu.

Hér má sjá dæmi um verkefni þar sem við höfum unnið að hljóðvist í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði.