Það er mikið gleðiefni að eiga góða samstarfsfélaga. Nú hefur hún Arnheiður Bjarnadóttir hljóðverkfræðingur ákveðið að taka þátt í þessu fyrirtæki með mér. Kíkið endilega á það sem hún Heiða sérhæfir sig í inni á síðunni um okkur. Aðkoma Heiðu á eftir að styrkja fyrirtækið til muna þar sem sérfræðikunnátta hennar, nákvæmni og auga fyrir lausnum á eftir að koma viðskiptavinum til góða.
Fyrir hönd Hljóðvist Ráðgjöf & Hönnun – Ragnar Viðarsson