Útvíkkun á þjónustu

Í vikunni festum við kaup á viðurkenndum (Class 1) hljóðmæli frá Norsonic. Þessi mælir útvíkkar þjónustuna sem við getum boðið uppá enn frekar. Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur þörf fyrir eitthvað af eftirfarandi þá getum við aðstoðað.

  • Mælingar á hljóðstigi frá tæknibúnaði í þínu eigin umhverfi s.s. hljóð frá loftræsikerfi, iðnaðarvélum, aðliggjandi fyrirtækjum og þess háttar.
  • Mælingar á hljóði frá tæknibúnaði nálægra fyrirtækja sem veldur truflun í umhverfinu.
  • Mælingar á hljóði hljóðstig innandyra frá umferð utandyra.

Enn sem komið er tökum við ekki að okkur mælingar á hljóðeinangrun en boðið verður upp á slíkar mælingar með tíð og tíma.

Share This