Námskeið hjá Endurmentun Háskóla Íslands

 Þann 20. október næstkomandi mun ég, ásamt Daríó félaga mínum halda námskeið um hljóðvistar- og lýsingarhönnun við Endurmentunarstofnun Háskóla Íslands. Þetta verður í fyrsta skiptið sem við höldum námskeið saman og miðað við undirtektirnar þá verður þetta vonandi ekki í eina skiptið.

Snemmskráningu lýkur 10. október og mér skilst að það sé ennþá pláss á námskeiðinu.

 

Það sem við ætlum að skoða með þátttekendum er

• Eðlisfræði ljóss og hljóðs
• Lýsingarhönnun. Grunnatriði og hönnunartæki.
• Hljóðhönnun. Grunnatriði og hönnunartæki.
• Vistfræði (ergonomics) ljóss og hljóðs.
• Sálrænir þættir ljóss og hljóðs.

Með námskeiðinu ætlum við að reyna að miðla okkar reynslu á praktískan hátt og fara yfir hvernig heppilegast er að hugsa við hönnun umhverfis og bygginga til þess að lágmarka kostnað og hámarka gæði með tilliti til ljóss og hljóðs. Námskeiðið gerir þátttakendur ekki að hönnuðum, en þáttakendur öðlast vonandi skilning á mikilvægi þess að ljós og hljóð sé haft með frá byrjun í hönnunarferli bygginga og umhverfis.

 

Share This