Rannsóknir – hljóðvist á skrifstofum

Ég rakst á grein með vitðali við prófesor Wolfgang Kropp sem kenndi mér í hljóðverkfræðideildinni hjá Chalmers á sínum tíma. Þetta viðtal kom mér skemmtilega á óvart enda fjallaði það um stefnubreytingu innan hans helsta rannóknarsviðs, sem hefur hingað til fjallað um hvernig hljóð myndast í snertifleti milli dekkja og vegar eða lestarhjóla og teina en einnig stundar hann mikilar rannóknir í kvikfræði burðarvirkja (e. structural dynamics). Að fengnu leyfi frá AFA Försäkring sem styrktu rannsóknina fékk ég leyfi til að þýða greinina og birta á síðunni hér.

Sýndarhljóðumhverfi getur bætt hljóðvist á skrifstofum

2020-05-08

„Ef maður ætlar að skapa hljóðumhverfi sem fólk þrífst í verður maður að vera með áætlun um hvernig herbergi á að hljóma. Í dag gerir maður oftast breytingar eftirá þegar skrifstofur eru skipulagðar. Við viljum gjarnan rannaka hvort það leiði til betri vinnuskilyrða ef hljóðvistin er með frá byrjun í skipulagningunni“ – Segir Wolfgang Kropp, prófesor í Hljóðverkfræði við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg.

Sýndarveruleiki þar sem hægt er að upplifa hljóð

Wolfgang Kropp hefur áður rannsakað hljóð frá dekkjum/vegklæðningum og skipulag hljóðvistar í borgarumhverfi. Núna ætlar hann að þróa stafræn verkfæri sem á að vera hægt að nota til þess að hanna hljóðumhverfi í opnum skrifstofurýmum. Hluti af verkefninu snýr að því að búa til vefsíðu með aðferðum, hljóðvistarlausnum og hljóðbanka sem verður aðgengilegt þeim sem skipuleggur skrifstofu eða rannsakar hljóðvist.

„Til þess að geta miðlað einhverju öðru en deciBel gildum til arkitekta verður maður að geta upplifað hljóðumhverfið. Við getum skapað 3D-hljóð í sýndarveruleika sem gerir manni kleyft að upplifa það að sitja í venjulegu herbergi. Þar getur maður haft áhrif á hljóðið með því að breyta eiginleikum eins og formi herbergisins og staðsetningu dempunar og hljóðgjafa“ segir Wolfgang Kropp.

Samstarfsfólk sem talar í síma er algengt dæmi um hljóð sem getur verið truflandi í skrifstofurými. En það eru ekki bara truflandi hljóð sem hafa áhrif á okkur.

„Hljóð sem við upplifum truflandi og hljóð sem stressar okkur geta verið tveir ólíkir hlutir. Þú hefur kannski sjálf(ur) upplifað að loftræsikerfið á skrifstofunni hljóðnar skyndilega og upplifað léttinn sem fylgir þögninni. Áður varstu ef til vill ekki einu sinni meðvitaður(meðvituð) um hljóðið. Það er svo margt sem gerist í heilanum þegar við verðum fyrir hljóðáreiti sem við skiljum ekki til fullnustu“ segir Wolfgang Kropp

„Stóra takmarkið er að við verðum betur meðvituð um hvernig hægt er að skipuleggja skrifstofurými á betri hátt, til dæmis með því að búa til mismunandi hljóð á mismunandi svæðum í stærri rýmum. Þannig að ég vona að við getum bætt við kunnáttu um það“

Rannsóknir sem nýtast í atvinnulífinu

„Til lengri tíma viljum við stuðla að góðu vinnuumhverfi með færri vinnuslysum og minni veikindum í atvinnulífinu. Það gerum við meðal annars með því að styðja við vísindarannsóknir sem stuðla að fyrirbyggjandi vinnu“ segir Helena Jahncke, yfirmaður Rannsókna og Þróunnar hjá AFA Försäkring.

„Vísindarannsóknirnar sem við styðjum eiga að nýtast í atvinnulífinu. Það er eitt að höfuðmarkmiðum okkar þegar við ákveðum hvaða verkefni fá stuðning. Nú höfum við veitt stuðning til Wolfgang Kropp og verkefnis í vinnuumhverfi og heilsufari.

Frekari upplýsingar:

Verkefnið er eitt af tíu rannsóknarverkefnum sem hafa hlotið stuðning uppá samanlagt 39 977 000 skr frá AFA Försäkring í fyrstu umferð úthlutunar árið 2020.

Greinin er þýdd og birt með leyfi frá AFA-Försäkring sem styrkir rannsóknina. Upprunalega grein á sænsku má finna hér.

Share This