Fréttir
Breytingar á húsnæði – atriði sem gott er að hafa í huga
Ef þú hyggur á breytingar á þegar byggðu húsnæði þá eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga. Eitt það mikilvægasta og fyrsta sem ber að nefna er að fyrir sumum breytingum þarf að fá byggingarleyfi fyrir. Aðrar breytingar geta haft áhrif á burðarvirki byggingunar – ekki fara rífa veggi án þess að athuga hvort það sé burðarveggur. Eitt sem fer of oft framhjá fólki er að breytingar geta breytt hljóðvist til hins verra. Oft er viðkvæðið „sjáum bara til hvort það verði ekki í lagi“ og svo er hafist handa.
Hljóðdempun eða hljóðeinangrun? Er það ekki sami hluturinn?
Við Íslendingar stærum okkur oft af því að vera vel máli farin, eiga okkar eigið orð fyrir öll alþjóðleg hugtök og vera annt um að merking orðanna skili sér í texta. Það eru tvö orð sem okkur er tamt að nota í daglegu tali þegar kemur að hljóði inni í rými eða á milli rýma. Hljóðdempun og hljóðeinangrun. Það er tilvalið tilvalið að skrifa aðeins um þessi tvö orð og merkingu þeirra.
Heimilishljóðvist
Kóngurinn í bergmálshöllinni er sungið í vinsælu dægurlagi. Lagið fjallar um mann sem býr í stóru húsi í Garðabænum. En ég var einmitt staddur í þannig húsi, í barnaafmæli, sem væri nú ekkert til að skrifa um ef ekki hefði kristallast það sem svo margir neyðast til að búa við. Gestirnir voru í raun ekki margir, samt var erfitt að halda uppi samræðum við næsta mann þó viðkomandi sæti á móti manni, eða jafnvel við hliðina. Er einhver sem kannast við sig í þessum aðstæðum?
Hljóðvist á skrifstofum
Skipulag á skrifstofum með tilliti til hljóðvistar er mikilvægt af mörgum ástæðum. Ein helsta ástæðan til þess að huga að þessu er til þess að skapa vinnufrið. Tími er peningar fyrir hvern einasta vinnuveitanda. Rannsóknir sýna að sé starfsmaður truflaður við vinnu sína, vegna utanaðkomandi og óviðkomandi áreitis s.s. hljóðs eða annars, tekur það um 20-30 mínútur að komast aftur inn í verkefnið sitt. Því er rík ástæða til þess að skipuleggja vinnusvæði þannig að óþarfa truflun sé sem minnst.